Ertu að leita að buxum sem eru háar í mitti og halda vel að?
Við hönnuðum Þrúðr I með extra háu mitti til að styðja vel við líkamann svo þú getir verið áhyggjulaus að stunda þína hreyfingu. Þær henta mjög vel fyrir mikla hreyfingu, þær anda afburða vel og halda mjög vel að líkamanum. Létt og þægilegt efni sem er mjúkt eins og smjör.
Á hliðunum er vasi sem þú getur geymt kort, síma eða jafnvel lykla í.
KOSTIR
Tegund: Æfingabuxur
Efni:
Þær afhendingarleiðir sem við bjóðum upp á:
DROPP
ISLANDSPOSTUR
Þegar ég fékk buxurnar í hendurnar þá var ég nokkuð viss um að ég kæmist aldrei í þær. En þegar ég loksins prófaði þá voru þær svona líka fínar.
Elska Þrúðr buxurnar. Var að kaupa mínar fjórðu buxur og gæti ekki verið sáttari. Halda vel við, rúlla ekki niður og efnið svo mjúkt og þægilegt.
Svolítið stíft að fara í og úr buxunum. Veit ekki hvort þær eiga vera þannig eða hvort það lagist og gefið af sér. En að öðru leyti eru þær fínar og gott að hafa vasa og mér finnst líka flott að það sé merki neðst á buxunum.
Þetta er allra bestu buxur sem ég hef átt! Einfalt, geggjaðar í ræktina og líka sem leggings undir kjól.